Reiðufé

Að selja ökutæki

 Til að selja ökutæki  hjá Krók ehf. þarf eigandi fylla út beiðni fyrir sölu þar sem lágmarksverð ökutækis er ákveðið og veita upplýsingar um ástand bifreiðar.  Því næst er undirritað umboð til sölu og skilmálar sem seljandi þarf að uppfylla. Ökutækin eru í flestum tilfellum höfð hjá okkur meðan á uppboði stendur nema um annað sé samið við starfsmenn Króks. Þetta er gert til að bjóðendur geti  skoðað ökutækin áður en þeir bjóða enda eru uppboðin bindandi.

Ökutækið er síðan sett á uppboð og eru að jafnaði 5-7 daga á vefnum. Ef lágmarksverð næst er seljandi bundinn af því að selja ökutækið og gengið er frá sölunni og uppboðsandvirði er lagt inn á reikning seljanda innan þriggja virkra daga frá frágangi sölu að frádreginni söluþóknun sem er 60.000 kr. og kostnaði (bifreiðagjöldum í skuld og vanrækslugjaldi ef við á).

Ef lágmarksverð næst ekki er haft samband við seljanda og hann ákveður hvort hann selur ökutækið á efsta boði, tekur ökutækið úr sölu eða setur ökutækið aftur á uppboð ( í hverju tilfelli er hægt að setja ökutækið tvisvar á uppboð án aukagreiðslu). Ef ökutæki selst ekki á uppboðinu er tekið uppboðsgjald 30.000 kr.

Ef einhverra frekari upplýsinga er óskað hafið þá samband við starfsmenn Bílauppboðs í síma 522 4610 eða sala@krokur.is

< Til baka