Partasölur.is Netpartar

VICTORY V92SC - SPORT CRUISER 

Lýsing seljanda

Ný dekk og nýr rafgeymir.  Þetta hjól er á góðgerðaruppboði og rennur allt söluandvirðið til AHC samtakanna.  Það er okkur hjá Króki Bílauppboði sönn ánægja að leggja þessu góða málefni lið.

Victory VC92 Sport Cruiser  1500cc árg 2001 Ekið 1,500 mílur

Hjólið er innflutt árið 2006 og var keypt af Victory umboði í Philadelphia og hefur verið í eigu sama aðila hér á landi frá upphafi.

Hjól þetta er á uppboði til styrktar Sunnu Valdísi og AHC samtökunum og rennur allt andvirði uppboðsins í rannsóknarsjóð AHC samtakana.

AHC er afar sjaldgæfur taugasjúkdómur (1 á móti 1.000.000) sem kemur til vegna stökkbreytingar í geni.  Fólk sem þjáist af AHC fær köst sem einkennast af lömun í annari eða báðum hliðum líkamanns.   Fylgifiskar sjúkdómsins eru krampaköst, augtif, mikil þroskaskerðing, athyglisbrestur ofl.

Mikið hefur áunnist í rannsóknum á AHC síðustu ár að áeggjan foreldrasamtaka AHC í Evrópu og USA og með hjálp vina, ættingja og góðs fólks sem stutt hefur rannsóknir með því að leggja til fjármagn en rannsóknir á AHC eru ekki ríkisstyrktar eða styrktar af lyfjafyrirtækjum frekar en rannsóknir á mörgum öðrum sjaldgæfum sjúkdómum. 

Sunna Valdís (7 ára) er eini AHC sjúklingurinn á Íslandi en um 800 einstaklingar eru greindir í heiminum.

 

Frekari upplýsingar um AHC er að finna á www.ahc.is 

 

Nánari upplýsingar

Framleiðandi 
Skráð tjónaökutæki  Nei
Nýskráður  08.05.2006
Árgerð 
Framleiðsluár  1999
Fyrsti skráningard. 
Fastanúmer  KH644
Litur  Svartur
Gírar  - Beinsk.
Dyr 
Akstur (km/mílur)  1453
Vélargerð (eldsneyti)  Bensín
Vélastærð (slagrými)  1507
Seljandi  Einkasala
Hæsta boð
816.666 kr.
Tími eftir
Uppboði lokið. - 28.07.2013 kl. 20:00
Vinsamlegast athugið að hægt er að skoða uppboðsmuni í húsnæði Króks bílauppboðs. að Vesturhrauni 5 Garðabæ alla virka daga milli kl. 8:30 og 17:00. Við bendum bjóðendum á að það er áríðandi að þeir skoði uppboðsmuni áður en boð eru gerð þar sem myndir geta ekki lýst fullkomlega ástandi bifreiðar eða tjóni á bifreið ef um slíkt er að ræða. Þegar um er að ræða bifreiðar sem eru í eigu tryggingafélaga eru númer ekki á bifreiðunum við sölu.

Tilboð eru bindandi fyrir tilboðsgjafa hvort sem lágmarksverð næst eða ekki, sjá nánar undir skilmálum. Tilboðsgjafar verða að ganga frá greiðslu innan tveggja sólarhringa annars áskilur Krókur ehf. sér rétt til að selja bifreiðina öðrum. Standi bjóðandi ekki við gefið tilboð er hann útilokaður frá því að bjóða í muni á uppboðsvef Króks ehf.

Athugið að áríðandi er að skoða ferilskrá bifreiðar áður en tilboð eru gerð, vegna árgerðar / framleiðsluárs og annarra upplýsinga sem geta haft áhrif á verðmyndun. Ekki er hægt að falla frá tilboðum vegna skorts á upplýsingum úr ferilskrá.
Tilboðsgjafi verður að vera skráður notandi.
Smelltu hér til að skrá þig inn.