Partasölur.is Netpartar

3. Sala vinnubúða - Búðarháls skrifstofur 

Lýsing seljanda

LANDSVIRKJUN AUGLÝSIR VINNUBÚÐIR TIL SÖLU

Skrifstofueiningar

STAÐSETTAR VIÐ BÚÐARHÁLSSTÖÐ

 

Landsvirkjun auglýsir skrifstofuhluta vinnubúða við Búðarhálsstöð til sölu og óskar eftir kauptilboðum. 

Til vinnubúðanna heyrir allur fastur búnaður (sturtur, salerni, rafmagnsofnar, hitakútur og slíkt) en laus búnaður (húsgögn o.þ.h.) telst ekki hluti af vinnubúðunum. Vinnubúðirnar seljast í því ástandi sem þær eru. Vinnubúðirnar afhendast í því ástandi og á þeim stað sem þær eru.  Kaupandi sér alfarið um að taka þær niður og flytja af landi/lóð Búðarhálsstöðvar.

Um tilboð og tilboðsgerð gilda reglur uppboðsvefs Króks og er bjóðendum bent á að kynna sér þær reglur vel á vefslóðinni www.bilauppbod.is.  Þar koma fram greiðsluskilmálar, ábyrgðir, gildistími tilboða og fleiri slík atriði.  Bjóðendur eru sérstaklega minntir á skoðunarskyldu kaupenda. Vinnubúðirnar verða til sýnis fimmtudagana 5. og 12. apríl 2018, milli kl. 9:00 – 12:00 og 13:00 – 16:00, og er áhugasömum bent á að hafa samband við innkaupadeild Landsvirkjunar, s. 515 9000, eigi síðar en þriðjudagana fyrir þá daga, eða 3. og 10. apríl  2018.

 

Staðhættir

Akstursleið frá Reykjavík að Búðarhálsstöð er um 137 km á bundnu slitlagi.  Á stöðvarhúslóð, skömmu áður en komið er að tengivirki Landsnets er beygt til hægri, af bundnu slitlagi, upp hlíðina þar sem vinnubúðirnar standa.   

MYND 1

Mynd 1  Afstöðumynd – Skrifstofuhluti vinnubúða er rammaður inn með rauðum línum.

Góð aðkomuleið er að Búðarhálsi um Þjóðveg 1 upp Skeiða- og Hrunamannaveg þar til komið er að Þjórsárdalsveg.  Ekið eftir Þjórsárdalsveg framhjá Búrfellsstöð og áfram upp Sámsstaðarmúla, framhjá Sultartangastöð og áfram Sprengisandsleið þar til brú yfir Tungnaá blasir fljótlega við á vinstri hönd.  Farið er yfir brúna, upp á Búðarhálsinn og síðan niður að Sultartangalóni sem er þá á vinstri hönd.  Þar neðst er Búðarhálsstöð. 

Frá vegi að stöðvarhúsi Búðarhálsstöðvar liggur vegur til hægri, sjá mynd 1.  Sá vegur er nokkuð brattur og liggur að vinnubúðum Landsvirkjunar.  Fremsta byggingin sem þar stendur er skrifstofuhluti vinnubúðanna sem hér er auglýstur til sölu.

MYND 2

Mynd 2:  Skrifstofubygging innrömmuð með rauðu.

MYND 3

Mynd 3:  Skrifstofubygging innrömmuð með rauðu.

Vinnubúðaeiningar - Skrifstofuhluti

Skrifstofur vinnubúða samanstanda af 21 Moelveneiningum sem eru á tveimur hæðum, 2 x 10 einingar hvor hæð. Fyrir miðri byggingunni framanverðri er auk þess anddyri og geymsla sem eru að ígildi um 1 einingar.  Innangengt er í geymslu úr anddyri.  Útlit skrifstofuhluta vinnubúða er sýnt á mynd 4 og fyrirkomulag þeirra á mynd 5. 

 

MYND 4

 

Mynd 4  Útlit og snið í skrifstofuhluta vinnubúða.

 

MYND 5

 

Mynd 5  Fyrirkomulag skrifstofuhluta vinnubúða. 

Á myndinni eru grænar málsetningar ólæsilegar.  Breidd miðjueininganna 8 er samkvæmt teikningu 2,55 m (endaeiningar 2.588) og heildarlengd samkvæmt því 25,576 m.  Lengd eininganna (breidd húss) er 7,234 m.  Fyrirvari er um fyrirkomulag, hugsanlega hafa verið gerðar minni háttar breytingar frá teikningu. 

 

Byggingin er því um 390 m2.  Flatarmál án inngangseiningar og geymslu er 373 m2. Geymsla og inngangur er áætlaður 15 – 18 m2

 

Þar sem borðkrókur er sýndur við hlið salerna á 1. hæð er lítil innrétting.  Í neðri hluta einingarinnar er eldhúsvaskur, vaskaskápur og rými fyrir lítinn ísskáp undir borðplötu. Ofan við borðplötu er efri skápur fyrir bolla o.þ.h.. 

Gangur þvert á einingarnar fyrir þeim miðjum er um 1,1 m breiður.  Á gólfum er ljós gólfdúkur og veggir eru hvítmálaðir.  Eftir síðustu notkun hafa þeir ekki verið málaðir.  Á samskeytum eininga, við loft og veggi eru ólitaðir timburlistar.  Í anddyri eru snagar á báðum langveggjum til að hengja á útiföt. 

Á hvorri hæð eru tvö salerni og skiptist hvert þeirra í tvö rými (er frávik frá teikningu).  Salerni er í innra rýminu og vaskur í fremra rýminu.  Milli hæða er timburstigi. Á gólfum er gólfdúkur. 

Almennt hvíla vinnubúðaeiningar Landsvirkjunar á timburbitum sem festir eru með stagfestum í stagklossa sem komið er fyrir á um  1,0-1,4 m undir jarðyfirborði eða í klöpp ef grunnt er á hana.  Gert er ráð fyrir að sá frágangur eigi einnig við hér.   Einingarnar eru frá Moelven og eru allar frá árinu 2003.  Einingarnar hafa staðið ónotaðar frá árinu 2014 en eru í góðu ástandi.

 

Niðurtekt og brottflutningur

Landsvirkjun auglýsir nú einnig til sölu A-íbúðir og B-íbúðir sem einnig sjást á yfirlitsmynd.  Tímamörk á brottflutningi allra þessara eininga er hinn sami og þarf kaupandi að hafa samráð við Landsvirkjun um tímasetningu brottflutnings skrifstofueininga.  Kaupandi skal vera viðbúinn því að þurfa að aðlaga sig að vinnu annarra kaupenda og sýna fullan skilning og taka fullt tillit til þess að aðrir kaupendur verði á sama tíma að taka niður vinnubúðir og flytja þær af svæðinu.

Kaupandi sér um að taka vinnubúðaeiningarnar niður og flytja þær af svæðinu. Taka þarf fullt tillit til starfsemi á svæðinu og þarf kaupandi að fá verkleyfi hjá Landsvirkjun áður en vinna hefst.  Vinnulýsing og áhættumat skal fylgja beiðni um verkleyfi.  Landsvirkjun gerir strangar kröfur til öryggis-, heilsu- og umhverfismála.  Í einhverjum tilfellum eru kröfurnar strangari en lög og reglugerðarákvæði kveða á um.  Búnaður og verklag kaupanda þarf að uppfylla þær kröfur Landsvirkjunar sem eiga við um vinnu innan svæðis.  Kaupandi skal kynna sér þær kröfur vel sem og uppbyggingu búðanna áður en verk hefst.  Í upphafi vinnu verður sérstakur fundur með fulltrúum Landsvirkjunar/Búrfellsstöðvar og kaupanda þar sem farið verður yfir öryggis-, heilsu- og umhverfismál.

Rúmgott plan er framan við skrifstofurnar en aðkomuleið er upp um nokkuð bratta hlíð.  Við gaflveggi er rými þokkalegt. Aftan við einingarnar er ekki rými til að athafna sig þar sem einingarnar eru byggðar inn í hlíðina.  Kaupanda er bent á að gróður á svæðinu er sérlega viðkvæmur og skal kaupandi tryggja að hann raskist ekki við niðurtekt og flutning vinnubúða.

Áður en vinna hefst þarf að aftengja öll lagnainntök inn í einingarnar.  Kaupandi skal ganga frá opnum lögnum, rafmagnsleiðslum, lausum festingum o.fl. slíku á snyrtilegan og tryggan hátt þannig að ekki skapist hætta af eftir að eining er flutt af staðnum.

Í verklok skal kaupandi ganga frá yfirborði þar sem vinnubúðir stóðu.  Hafi yfirborð rótast upp við niðurtekt og flutning þá skal kaupandi jafna jarðvegsyfirborð. Hann skal skila svæði sem skrifstofubygging stendur á, á snyrtilegan og ábyrgan hátt, hreinsuðu og frágengnu þannig að ekki skapist hætta af fyrir gangandi og akandi.  Búið er að fjarlægja vinnubúðir sem stóðu gengt íbúðareiningum A og sjúkrastofu.  Á það er sérstaklega bent að krafist er snyrtilegri og öruggari frágangs en þar er.  Viðskilnaður yfirborðs undir skálum sem þar stóðu er á engan hátt til fyrirmyndar. 

Seljandi  mun síðar sjá um lokafrágang svæðisins.

MYND 6

Mynd 6: Myndin sýnir aðkomuleið að vinnubúðareitnum.  Búðir sem eru suðvestanvert, og búið er að setja rauða krossa yfir, hafa verið fjarlægðar. Gróður umhverfis púða er mjög viðkvæmur og verður kaupandi að gæta þess vel að raska ekki því svæði.

 

Verktími og kvaðir á kaupanda

Verktími frá því að verk hefst þar til því lýkur skal ekki vera lengri en 1 mánuður.

Kaupandi skuldbindur sig til að hafa fjarlægt allar einingar skrifstofubyggingar af lóð Búðarhálsstöðvar og lokið við hreinsun og yfirborðsfrágang, í samræmi við það sem áður er komið fram, eigi síðar en 1. júní 2018.  Bregðist það skuldbindur kaupandi sig til að greiða lóðaleigu, 50.000 kr/dag.  Kaupanda eru ekki heimil afnot af vinnubúðunum á meðan þær eru staðsettar á núverandi stað, nema að fengnu samþykki seljanda.

 

Myndir af skrifstofubyggingu

MYND 7

Mynd 7:  Skrifstofubygging er t.v. á myndinni.  Búið er að fjarlægja vinnubúðir sem eru t.v. Íbúðareiningar sunnan við standa enn og eru einnig í söluferli. 

 

MYND 8

Mynd 8: Mynd frá uppsetningartíma.  Anddyri í undirbúningi.

 

MYND 9

Mynd 9:  Skrifstofubyggingin er til hægri og liggur alveg að gróinni hlíð sem ekki má raska þegar vinnubúðir eru teknar niður.

MYND 10

 

Mynd 10:  Aðgengi aftan við skrifstofur/einingar er lítið.  Gæta þarf þess að raska ekki viðkvæmum gróðri við niðurtekt og flutning búðanna.

MYND 11

 

Mynd 11:  Séð inn í eina af stærri skrifstofunum.

 

MYND 12

Mynd 12:  Anddyri t.h. og geymsla t.v.

MYND 13

Mynd 13:   Gluggi á geymslu sem innangengt er í úr anddyri.  Gengið er inn í anddyri handan við ómálaða timburvegginn, sjá mynd 12.

MYND 14

Mynd 14:  Anddyri, útihurð t.v. og fyrir miðri mynd innihurð að geymslu.

 

Myndir 15-23 sýna hefðbundinn frágang á skrifstofum.  Fyrirvari er gerður við að myndirnar eru teknar á uppsetningartíma og að í einhverjum tilvikum getur frágangi hafa verið breytt lítilsháttar frá því sem myndir sýna.

 

 

 

Mynd 15:  Frá uppsetningartíma. 

Á myndinni sést hvernig gengið er frá samskeytum eininga og útlit stiga.  Sjá má inn í eina af litlu skrifstofunum.  Snyrtingar eru t.h. við stiga, við hlið skrifstofu sem horft er inn í .

 

 

Mynd 16:  Séð inn á snyrtingar á 2. hæð.

 

 

Mynd 17:  Horft eftir skrifstofugangi á uppsetningartíma, samskeyti í gólfi ófrágengin.

 

 

Mynd 18:  Horft inn í minni skrifstofuna á uppsetningartíma.

 

 

Mynd 19:  Frá uppsetningartíma. Stiga frá 2. hæð

 

Mynd 20:  Frá uppsetningartíma.  Undir stiga 1.hæð.

 

Mynd 21: Stór skrifstofa. Unnið að uppsetningu.

 

Mynd 22:  Borðkrókur 1. hæð. Unnið að uppsetningu.

 

Mynd 23: Fundarherbergi.  Unnið að uppsetningu

 

 

 

 

 


 

Nánari upplýsingar

Framleiðandi 
Skráð tjónaökutæki  Nei
Nýskráður 
Árgerð 
Framleiðsluár 
Fyrsti skráningard. 
Fastanúmer 
Litur 
Gírar 
Dyr 
Akstur (km/mílur) 
Vélargerð (eldsneyti) 
Vélastærð (slagrými) 
Seljandi  Landsvirkjun
Hæsta boð
5.250.000 kr. (Lágmarksverði ekki náð.)
Tími eftir
Uppboði lokið. - 17.04.2018 kl. 20:04
Vinsamlegast athugið að hægt er að skoða uppboðsmuni í húsnæði Króks bílauppboðs. að Vesturhrauni 5 Garðabæ alla virka daga milli kl. 8:30 og 17:00. Við bendum bjóðendum á að það er áríðandi að þeir skoði uppboðsmuni áður en boð eru gerð þar sem myndir geta ekki lýst fullkomlega ástandi bifreiðar eða tjóni á bifreið ef um slíkt er að ræða. Þegar um er að ræða bifreiðar sem eru í eigu tryggingafélaga eru númer ekki á bifreiðunum við sölu.

Tilboð eru bindandi fyrir tilboðsgjafa hvort sem lágmarksverð næst eða ekki, sjá nánar undir skilmálum. Tilboðsgjafar verða að ganga frá greiðslu innan tveggja sólarhringa annars áskilur Krókur ehf. sér rétt til að selja bifreiðina öðrum. Standi bjóðandi ekki við gefið tilboð er hann útilokaður frá því að bjóða í muni á uppboðsvef Króks ehf.

Athugið að áríðandi er að skoða ferilskrá bifreiðar áður en tilboð eru gerð, vegna árgerðar / framleiðsluárs og annarra upplýsinga sem geta haft áhrif á verðmyndun. Ekki er hægt að falla frá tilboðum vegna skorts á upplýsingum úr ferilskrá.
Tilboðsgjafi verður að vera skráður notandi.
Smelltu hér til að skrá þig inn.