Partasölur.is Netpartar

1. Vinnubúðir Þeistareykjum 

Lýsing seljanda


LANDSVIRKJUN AUGLÝSIR VINNUBÚÐIR TIL SÖLU


Vinnubúðaskáli Landsvirkjunar á verktakareit


ÞEISTAREYKIR

Landsvirkjun auglýsir vinnubúðir Landsvirkjunar á verktakareit Þeistareykjastöðvar til sölu og óskar eftir kauptilboðum.

Mynd 1:  Vinnubúðir á verktakareit, séð frá aðkomuvegi Þeistareykjastöðvar.

Vinnubúðir sem um er að ræða samanstanda af tveimur svefnskálum, annar 24 herbergja og hinn 7 herbergja, mötuneyti og sameiginlegu rými (setustofa, þvottaaðstaða og slíkt).  Öll herbergin eru með snyrtingu.

 

Mynd 2:  Fyrirkomulag vinnubúða


Til vinnubúðanna heyrir allur fastur búnaður (sturtur, salerni, rafmagnsofnar, hitakútar, kælar og slíkt) en laus búnaður (húsgögn o.þ.h.) selst ekki með vinnubúðunum. Vinnubúðirnar seljast í því ástandi sem þær eru og afhendast kaupanda á núverandi staðsetningu þeirra á Þeistareykjum.  Kaupandi sér alfarið um að taka þær niður og flytja af landi/lóð Þeistareykjastöðvar.  Afhendingartími vinnubúðanna til kaupanda er 1. júní 2018.

Um tilboð og tilboðsgerð gilda reglur uppboðsvefs Króks og er bjóðendum bent á að kynna sér þær reglur vel á vefslóðinni www.bilauppbod.is

Þar koma fram greiðsluskilmálar, ábyrgðir, gildistími tilboða og fleiri slík atriði.  Bjóðendur eru sérstaklega minntir á skoðunarskyldu kaupenda. Vinnubúðirnar verða til sýnis fimmtudagana 5. og 12. apríl 2018, milli kl. 9-12 og 13-16, og er áhugasömum bent á að hafa samband við innkaupadeild Landsvirkjunar, netfang innkaupadeild@landsvirkjun.is, og tilkynna komu sína eigi síðar en þriðjudagana fyrir þá daga, eða 3. og 10. apríl  2018.

 

Staðhættir

Akstursleið frá Akureyri liggur um Húsavík að Þeistareykjum og er um 130 km á bundnu slitlagi. 

Góð aðkomuleið er að Þeistareykjum um Þjóðveg 1 að Húsavík.  Þegar komið er inn í bæinn er beygt strax til hægri við fyrstu T gatnamót. Skilti við gatnamótin vísa veginn að Þeistareykjum.  Ekið er upp í gegnum íbúðarhverfi um 1 km og þá tekur Þeistareykjavegur við sem liggur að Þeistareykjastöð.   Á vinstri hönd þegar komið er á verkstað er fyrst vinnubúðareitur verktaka á vinstri hönd og þar standa vinnubúðir Landsvirkjunar sem nú eru auglýstar til sölu. Vinnubúðir Landsvirkjunar eru grænar á lit og standa næst veginum, sjá mynd 1 og 3. 

 


Mynd 3:  Afstöðumynd – Vinnubúðirnar sem eru til sölu eru rammaðar inn með rauðum línum. Verktakareitur er innan svæðis sem aðgreint er með svartri strikalínu.  Aðrar búðir á þessum reit er í eigu verktaka og hafa þeir hafið flutning þeirra af staðnum.  

 

Vinnubúðir á verktakareit

Vinnubúðirnar sem eru til sölu eru um 800 m2.  Fyrirkomulag þeirra er sýnt á myndum 2, 4 og 5 . Í stórum dráttum skiptast vinnubúðirnar upp í tvo svefnskála

og sameiginlegt rými.  Mynd 4 sýnir fyrirkomulag í svefnskálum og mynd 5 fyrirkomulag í sameiginlega rýminu.


 Svefnskáli er samkvæmt teikningu 447 m2 og samanstendur annars vegar af 12 einingum þar sem hver eining er með tveimur herbergjum og hins vegar af 7 einingum þar sem 6 einingar eru með einu herbergi og 1 einingu sem geymslu fyrir lín.  Öll herbergin eru með baðherbergi með sturtu.

  • Í einingunum sem eru með 2 herbergi er um 1,1 m breiður gangur milli herbergja en jafnbreiður gangur er framan við herbergin þar sem 1 herbergi er í einingu.

Eldvarnarveggur með brunahurð í er á milli 12 eininga skálans og 7 eininga skálans og annar á milli 7 eininganna og sameiginlega hlutans

 

Mynd 4:  Fyrirkomulag í svefnskálum vinnubúðanna.

 

 

 Sameiginlegt rými er um 355 m2 og samanstendur af 12 einingum sem eru um 2,95 m x 8,5 m að utanmáli og þremur minni einingum sem mynda inngang og 1 einingu sem myndar aðkomu fyrir mötuneyti. Alls eru því einingar sameiginlega rýmisins 16 og brúttóflatarmál sameiginlega hlutans er því 320 m2 + ca 35 m2 (anddyri) eða um 355 m2.

  • Þrjár einingar mynda setustofu, tvær þvottaaðstöðu með sauna og þremur salernum.  Jafngildi tveggja eininga myndar inngang og ein eining gang í framhaldi af inngangi.  Þrjár einingar mynda matsal, tvær einingar eldhús með kæli, ein aðstöðu fyrir kokk og ein eining aðkomu.


Eldvarnarveggir er bæði á milli svefnskálanna og á milli setustofu og svefnskála. Eldvarnarveggirnir er byggðir upp úr steyptum einingum með hífilykkjum efst. 

 

Á gólfum er ljós gólfdúkur og veggir eru hvítmálaðir.  Á samskeytum eininga, við loft og veggi eru ólitaðir timburlistar. Hurðir eru spónlagðar með ljósum viðarspón.


Mynd 5:  Fyrirkomulag sameiginlegs rýmis vinnubúðanna.

 

 Almennt hvíla vinnubúðaeiningar Landsvirkjunar á timburbitum sem festir eru með stagfestum í stagklossa sem komið er fyrir á um  1,0-1,4 m undir jarðyfirborði.  Steyptir undirstöðuklossar fylgja sölunni óski kaupandi þess.  Slíkt kallar á meira jarðrask og meiri jarðvinnu og yfirborðsjöfnunar af hálfu kaupanda. Einingarnar eru frá Moelven og eru sextán þeirra frá árinu 2003, tólf frá árinu 2005, tvær frá árinu 2010 ogaðrar eru frá árunum 2004 og 2006.  Einingarnar eru í góðu ástandi og hafa verið í notkun síðustu ár.

 

Niðurtekt og brottflutningur

Kaupandi sér um að taka vinnubúðaeiningarnar niður og flytja þær af svæðinu. Taka þarf fullt tillit til starfsemi á svæðinu og þarf kaupandi að fá verkleyfi hjá Landsvirkjun áður en vinna við niðurtekt eininganna hefst.  Vinnulýsing og áhættumat skal fylgja beiðni um verkleyfi.  Landsvirkjun gerir strangar kröfur til öryggis-, heilsu- og umhverfismála.  Í einhverjum tilfellum eru kröfurnar strangari en lög og reglugerðarákvæði kveða á um.  Búnaður og verklag kaupanda þarf að uppfylla þær kröfur Landsvirkjunar sem eiga við um vinnu innan svæðis.  Kaupandi skal kynna sér þær kröfur vel sem og uppbyggingu vinnubúðanna áður en verk hefst.  Í upphafi vinnu verður sérstakur fundur með fulltrúum Landsvirkjunar og kaupanda þar sem farið verður yfir öryggis-, heilsu- og umhverfismál.


Eins og sjá má af mynd 3 á ekki að vera vandkvæðum bundið að athafna sig við vinnubúðirnar.  Verktaki, sem er með allar aðrar vinnubúðir sem sýndar eru  hefur hafið brottflutning sinna vinnubúða af verkstað og því er rými meira en myndin gefur til kynna.  Aftan við einingarnar er rými þó ekki mikið. Bjóðendum er bent á að gróður á svæðinu er viðkvæmur og skal kaupandi gæta þess að hann raskist ekki við niðurtekt og flutning vinnubúða.


Áður en vinna hefst þarf kaupandi að aftengja öll lagnainntök inn í einingarnar.  Kaupandi skal ganga frá opnum lögnum, rafmagnsleiðslum, lausum festingum o.fl. slíku á snyrtilegan og tryggan hátt þannig að ekki skapist hætta af að lokinni hífingu og brottflutningi eininga. 


Eftir brottflutning skal kaupandi ganga frá yfirborði þar sem vinnubúðir stóðu áður.  Hafi yfirborð rótast upp við niðurtekt og flutning þá skal kaupandi jafna jarðvegsyfirborð. Þetta á einnig við um akstursleiðir innan svæðisins. Kaupandi skal skila svæði sem vinnubúðirnar standa á, á snyrtilegan og ábyrgan hátt, hreinsuðu og frágengnu þannig að ekki skapist hætta af fyrir gangandi og akandi. 


Seljandi  mun síðar sjá um lokafrágang svæðisins.


 


Verktími og kvaðir á kaupanda


Verktími frá því að verk hefst þar til því lýkur skal ekki vera lengri en 1 mánuður.


Kaupandi skuldbindur sig til að hafa fjarlægt allar einingar vinnubúða Landsvirkjunar á verktakareit af lóð Þeistareykjastöðvar og lokið við hreinsun og yfirborðsfrágang, í samræmi við það sem áður er komið fram, eigi síðar en 15. júlí 2018.  Bregðist það skuldbindur kaupandi sig til að greiða lóðaleigu, 50.000 kr/dag.  Kaupanda eru ekki heimil afnot af vinnubúðunum á meðan þær eru staðsettar á núverandi stað, nema að fengnu samþykki seljanda.


 

 

 

 

 


 

Nánari upplýsingar

Framleiðandi 
Skráð tjónaökutæki  Nei
Nýskráður 
Árgerð 
Framleiðsluár 
Fyrsti skráningard. 
Fastanúmer 
Litur 
Gírar 
Dyr 
Akstur (km/mílur) 
Vélargerð (eldsneyti) 
Vélastærð (slagrými) 
Seljandi  Landsvirkjun
Hæsta boð
26.800.000 kr. (Lágmarksverði ekki náð.)
Tími eftir
Uppboði lokið. - 17.04.2018 kl. 20:00
Vinsamlegast athugið að hægt er að skoða uppboðsmuni í húsnæði Króks bílauppboðs. að Vesturhrauni 5 Garðabæ alla virka daga milli kl. 8:30 og 17:00. Við bendum bjóðendum á að það er áríðandi að þeir skoði uppboðsmuni áður en boð eru gerð þar sem myndir geta ekki lýst fullkomlega ástandi bifreiðar eða tjóni á bifreið ef um slíkt er að ræða. Þegar um er að ræða bifreiðar sem eru í eigu tryggingafélaga eru númer ekki á bifreiðunum við sölu.

Tilboð eru bindandi fyrir tilboðsgjafa hvort sem lágmarksverð næst eða ekki, sjá nánar undir skilmálum. Tilboðsgjafar verða að ganga frá greiðslu innan tveggja sólarhringa annars áskilur Krókur ehf. sér rétt til að selja bifreiðina öðrum. Standi bjóðandi ekki við gefið tilboð er hann útilokaður frá því að bjóða í muni á uppboðsvef Króks ehf.

Athugið að áríðandi er að skoða ferilskrá bifreiðar áður en tilboð eru gerð, vegna árgerðar / framleiðsluárs og annarra upplýsinga sem geta haft áhrif á verðmyndun. Ekki er hægt að falla frá tilboðum vegna skorts á upplýsingum úr ferilskrá.
Tilboðsgjafi verður að vera skráður notandi.
Smelltu hér til að skrá þig inn.